Háskóli Íslands

Vísindadagur 2016

Hinn árlegi Vísindadagur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands verður haldinn laugardaginn 29. október næstkomandi. Milli klukkan 12 og 16.30 verður slegið upp vísindaveislu í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þar sem vísindamenn sviðsins segja frá rannsóknum og fræða gesti og gangandi um undraheim vísindanna.

Dagskrá í almennu rými

Vísindasmiðja Háskóla Íslands frá kl. 12.00-16.00
Sprengju-Kata verður með efnafræðitilraunir frá kl. 12.00-16.00 á annarri hæð
Team Spark með rafknúinn kappakstursbíl frá kl. 12.00-16.00
Dularfulla dýrarannsóknarstofan er opin í tilefni af Hrekkjavöku frá kl. 12.00-16.00
Eldfjallaherbergi opið frá kl. 12.00-16.00
Sirkus Íslands verður með andlitsmálningu fyrir börnin frá kl. 14.00-16.00
Ferðir um himingeiminn í stjörnutjaldinu með Sólmyrkva-Sævari kl. 12.30-16.00
Sérstakar vísindakosningar í tilefni Alþingiskosninga
 
Fyrsta sýning hjá Stjörnutjaldinu hefst kl. 12:30, sú síðasta kl. 16:00. Fyrirkomulag sýninga í Stjörnutjaldi er á þann veg að miðum með tímasetningum er úthlutað til gesta en takmarkaður fjöldi kemst á hverja sýningu. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Kynningar

Stofa131 / Room 131
 
12.15 - 12.30 Þróunar-, þjálfunar- og prófunarumhverfi fyrir verkefnið Sound of Vision
Í samevrópska rannsóknaverkefninu Sound of Vision er verið að hanna og þróa lausn sem hjálpar sjónskertum einstaklingum að skynja og ferðast um í umhverfi. Kynnt verður sýndarveruleikaþróunarumhverfi fyrir verkefnið sem einnig nýtist til að þjálfa og prófa notendur.
Rúnar Unnþórsson
 
12.30 - 12.45 What you hear is what you get (e)
Sound waves are transformed according to our individual morphology before arriving at the eardrums, giving us the spatial impression of what we are hearing. By the analysis of ear shapes, researchers at SENS are developing technologies that reproduce through headphones our own way of hearing space.
Simone Spagnol
 
12.45 - 13.00 Supercomputing versus Big Data processing -- What's the difference? (e)
Traditionally, supercomputing/high-performance computing (HPC) is used for big computational problems. Newer contenders to process big amounts of data are Apache Hadoop/Apache Spark. This talk highlights the differences between both approaches and why one cannot replace the other.
Helmut Neukirchen
 
13.00 - 13.15 Femtochemistry: Experiment & Simulation (e)
Can we make an atomic scale film of a chemical reaction? This project combines X-ray difference scattering data from  x-ray lasers (XFELs) with multiscale molecular dynamics simulations to provide new insights into the role of the solvent in fundamental chemical reactions.
Asmus Ougaard Dohn
 
13.15 - 13.30 Synthesis and Characterization of Pd(II) tripeptide Complex (e)
Emission of the greenhouse gas CO2 is one of humanity’s greatest concerns. One explored strategy is activation and copolymerization of CO2 to form plastics. Our lab explored the synthesis of paladium metal complexes intended for CO2 copolymerization by reacting Pladium(II) salts with tripeptides
Lindsey Monger
 
13.30 - 13.45 Increasing the sensitivity of NMR spectroscopy by Dynamic nuclear polarization (DNP) (e)
NMR spectroscopy has been used for various applications, including magnetic resonance imaging (MRI). However, a major limiting factor is its low sensitivity. DNP can be used to increase the sensitivity of NMR. The synthesis and evaluation of new stable biradicals for DNP will be described.
Anil P. Jagtap
 
13.45 - 14.00 Leyndardómar gena og þroskunar
Dýr og plöntur þroskast frá einni frumu í stórar lífverur. Erfðaefni þeirra stýrir þroskaferlinu en hvernig til tekst getur einnig mótast af umhverfi og tilviljun. Í erindinu verða útskýrð lykilatriði erfða og þroskunar sem einnig tengjast fjölbreytileika lífvera.
Arnar Pálsson
 
14.00 - 14.30 Hlé: Heiðrun og kynningar í almennu rými / Break
 
14.30- 14.45 The holographic principle (e)
What is the true structure underlying reality? New answers await in the realm of quantum gravity! Join us and learn about the surprising discovery of the holographic nature of our Universe, the true meaning of the higher dimensions of space, and the experimental evidence that supports it all.
Daniel Fernandez
 
14.45 - 15.00 Hvernig flækjum við heiminn svo hann verði einfaldari? (e)
Í heiminum okkar eru til mörg skrítin fyrirbrigði sem við getum kannski ekki lifað án í framtíðinni. Eitt þeirra köllum við skammtaflækjun sem hegðar sér mjög undarlega. Svo undarlega að Einstein nefndi það draugagangurinn í fjarlægðinni.
Sveinn Ólafsson
 
15.00 - 15.15 Kúlur í stærðfræði
Vissir þú að þríhyrningur á yfirborði kúlu hefur hornasummu sem er stærri en 180°. Fjallað verður um nokkrar forvitnilegar niðurstöður í stærðfræði sem tengjast kúlum á einn eða annan hátt.
Benedikt Magnússon
 
15.15 - 15.30 Notkun á íslensku kennslukerfi í skólum og fangelsi í Kenía
Sagt verður frá kennslukerfi sem þróað hefur verið á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Ferðasaga frá því í sumar verður rakin en þá var kerfið prófað í skóla á eyju í Viktoríuvatni og fangelsi skammt frá Nairobi. Einnig verður sagt frá rafmyntinni smileycoin sem nemendur vinna sér inn í kerfinu.
Anna Helga Jónsdóttir
 
15.30 -15.45 Verða rafrásir framtíðarinnar gerðar í grafíni?
Fjallað er um rafeiginleika grafíns og hugsanlega notkun þess í rafeindatækni. Vonir standa til að hægt sé að gera grafínsmára sem geta orðið grunneiningar í örgjörvum og minniskubbum í stað kísils. Á þessu eru bæði kostir og gallar sem ræddir verða í fyrirlestrinum.
Einar Sveinbjörnsson
 
15.45 - 16.00 Kallisto: hvernig RNA-greining sem tók hálfan dag tekur nú 5 mínútur
Kallisto-forritið sem greinir RNA-gögn og Páll Melsted og samstarfsmenn við Berkeley-háskóla þróuðu, klárar á aðeins 5 mínútum það sem tekur hálfan dag með öðrum aðferðum. Lýst verður hvernig má ná slíkum hraða með því að endurskoða rannsóknarspurninguna og beita öllum brögðum tölvunarfræðinnar.
Páll Melsted
 
16.00 - 16.15 Raðgreining erfðamengis bleikju
Kostnaður við DNA-raðgreiningar hefur hríðfallið á undanförnum árum og nýjustu aðferðir gera okkur kleift að raðgreina stakar, langar DNA-sameindir.  Við höfum nú raðgreint erfðamengi jumble og vinnum að því að púsla stuttum röðum saman.
Zophonías O. Jónsson
 
 
Stofa 132 / Room 132
 
12.15 - 12.30 Þanþol íslenskra landvistkerfa – er hættan liðin hjá?
Fjallað verður um sérstöðu íslenskra landvistkerfa og þanþol þeirra gagnvart búfjárbeit og loftslagsbreytingum. Því er oft haldið fram að vegna minnkandi beitar og hlýnandi loftslags sé ofbeit úr sögunni. Kynntar verða rannsóknir sem hafa að markmiði að svara þessum spurningum.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir
 
12.30 - 12.45 Umhverfisbreytingar og þróun næringarefna í mýrarjarðvegi í Austur-Húnavatnssýslu á nútíma
Þessi rannsókn snýr að víxlverkunum loftslags, mýrarjarðvegs, gróðurfars og landnotkunar á nútíma (sl. 10000 ár). Með því að tengja efna- og eðliseiginleika jarðvegs við upplýsingar um fornt gróðurfar eykur hún þekkingu okkar á áhrifum umhverfisþátta og mannvistar á þróun jarðvegs og gróðurs.
Susanne Claudia Möckel
 
12.45 - 13.00 Erfðafræðileg aðgreining grunnvatnsmarflóa endurspeglar jarðfræðisögu Íslands
Erfðabreytileiki innan grunnvatnsmarflóarinnar Crangonyx islandicus sýnir að tegundin hefur lifað á Íslandi í milljónir ára og því undir jökli. Greint verður frá nýlegum greiningum á breytileika í erfðamengjum tegundarinnar sem sýna flóknari sögu og gefa einnig innsýn í vistfræði tegundarinnar.
Snæbjörn Pálsson
 
13.00 - 13.15 Uppruni vatnadýra á eyjum í Norður-Atlantshafi með áherslu á Ísland

Gísli Már Gíslason

 
13.15 - 13.30 Maður fyrir borð
Erindið fjallar um rannsóknarverkefnið Maður fyrir borð sem hefur það markmið að skynja ef sjómáður á smábáti fellur fyrir borð og koma um það boðum til vaktstöðvar. Verkefnið er nýhafið og verður fjallað um þau tæknilegu úrlausnarefni sem þarf að leysa.
Sæmundur E. Þorsteinsson og Karl Sölvi Guðmundsson
 
13.30 - 13.45 Fjármálatölfræði og kosningaspár byggðar á skoðanakönnunum
Fjármálastærðfræðin notast við slembnar diffurjöfnur til að lýsa hreyfimynstri. Tölfræði gengur út á að álykta um óþekkta hluta líkans.
Sýnd verður einföld diffurjafna sem lýsir flokkaflökti. Flokkaflökt úr skoðanakönnun fyrir kosningar 2007 er notað ásamt gögnum úr nýlegri könnun til að úthluta óákveðnum 2016.
Helgi Tómasson
 
13.45 - 14.00 Norðurljósin (Aurora Borealis)
Norðurljós. Hvað veldur þessari ljósasýningu? Farið verður í ferlið frá upphafi til enda og reynt að útskýra helstu framvindu undirliggjandi ferla sem skapa þessa ljósadýrð. Rætt verður um efna- og orkubreytingar og það samspil lita og hreyfingar sem líkja má við listaverk af náttúrunnar hendi.
Arnar Hafliðason
 
14.00 - 14.30 Heiðrun og kynningar í almennu rými / Break
 
14.30- 14.45 Fyrirboði stórra jarðaskjálfta á Suðurlandi (e)
Ein af stærri glímum jarðskjálftafræði er að geta sagt fyrir um stóra skjálfta. Við leitum að staðbundnum breytingum á hraða jarðskjálftabylgna í bergi á tímaskeiðum fyrir og eftir 2000 skjálftanna sem fyrirboðum þeirra.
Ingi Þ. Bjarnason
 
14.45 - 15.00 Nordic/Baltic cooperation on risk and capability assessment methods when responding to hazards (e)
This EU funded project "From Gaps to Caps" is aimed at building knowledge on disaster risk management capability assessments and developing a more common understanding of such assessments at national level in the Nordic and Baltic Sea Region.
Björn Karlsson
 
15.00 - 15.15 Jarðskjálftatjón á íslenskum byggingum
Í upphafi þessarar aldar urðu þrír stórir jarðskjálftar á Suðurlandi þar sem reyndi á styrk nútímabygginga hér á landi. Töluvert tjón varð í skjálftunum en nánast engin slys urðu á fólki og ekkert dauðsfall. Í erindinu er ætlunin að fjalla um rannsóknir á skemmdum sem urðu í þessum atburðum.
Bjarni Bessason
 
15.15 - 15.30 Volcanic Ash and Air Traffic - Developments in European Airspace since 2010 (e)
The eruption of Eyjafjallajökull in April-May 2010 revealed the fragility of air traffic in case of an ash producing volcanic eruption. This talk presents research on the developments in the aviation sector since then to prepare for another volcanic ash cloud reaching the European continent.
Uta Reichardt
 
15.30 -15.45 Ofanflóð á jökla á Íslandi. Orsakavaldar og afleiðingar.
Hversu algeng eru ofanflóð á jökla og hverjar geta afleiðingar þeirra orðið? Í dag er hörfun jökla hröð og víða eru stór jökullón að myndast við jaðra þeirra. Stór ofnaflóð á jökla og í lón þeirra geta skapað umtalsverða hættu. Því er vöktun og rannsóknir á orsökum og afleiðingum þeirra nauðsynleg.
Þorsteinn Sæmundsson
 
15.45 - 16.00 Svalbard surging glaciers - establishing baseline for paleo-glaciological studies (e)
Identifying glaciers that exhibit surge-type behavior is important when using evidence of ice front fluctuations for reconstructing past climate oscillations. We identify 431 previously unknown surge-type glaciers in Svalbard, based on the presence of crevasse squeeze ridges in glacier forelands.
Ólafur Ingólfsson
 
16.00 - 16.15 Virkja eða vernda? Rýnt í viðhorf eftir hópum og svæðum. (e)
Kynntar verða niðurstöður kannana á árinu 2016 á vegum faghóps 3 í þriðja áfanga rammaáætlunar. Viðfangsefni hópsins voru samfélagsáhrif orkunýtingar og verndar landssvæða. Verður rýnt í kynjamun í niðurstöðunum og hins vegar mun eftir búsetu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Magnfríður Júlíusdóttir
 
16.15 - 16.30 Ferðamennska og virkjanir: Niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar
Frá árinu 1999 hefur verið unnið að því að flokka vatnsföll og háhitasvæði hér á landi í vernd eða orkunýtingu í verkefni sem kallast rammaáætlun. Þar leggja fjórir faghópar mat á áhrif virkjana og leggur einn þeirra, faghópur 2, meðal annars mat á áhrif virkjana á ferðamennsku og útivist. Hér verður greint frá vinnu og niðurstöðum hópsins. 
Anna Dóra Sæþórsdóttir
 
16.30 - 16.35 - Lok / Closing Ceremony
 
 
 
Kynning í almennu rými:
 
Tracing fishermen of the last ice age
Steffen Mischke
 
SmartFish
Ragnheiður Þórarinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Guðmundur Valur Oddsson
 
Landbased farming of European lobster using geothermal sources
Halldór Pálmar Halldórsson, Hermann Dreki Guls, Soffía K Magnúsdóttir og Ragnheiður I Þórarinsdóttir
 
Samrækt í Skagafirði
Ragnheiður Þórarinsdóttir og Dagný Stefánsdóttir
 
Stock Assessment of the Greater Silver Smelt (Argentina silus) in Icelandic Waters Paul Frater 
Gunnar Stefansson, Bjarki þor Elvarsson
 
Food web model foor Icelandic Waters
Joana P. C. Ribeiro, Erla Sturludottir, Bjarki Th. Elvarsson, Gunnar Stefansson
 
MareFrame
Erla Sturludóttir
 
The holographic principle
Daniel Fernandez
 
A Lonely Planet: Visualising Spaces of Global Inaccessibility
Benjamin Hennig
 
Aquavalens - safe water for Europeans
Sigurður Magnús Garðarsson; María J. Gunnarsdóttir
 
Framboð afgangsvarma á fjarhitunarsvæðum og nýting hans
Kristinn Guðjónsson, Ari Ólafsson, Ásdís Helgadóttir, Halldór Pálsson
 
Relative earthquake location in Southern Iceland
Bergþóra S. Þorbjarnardóttir and Ingi Þ. Bjarnason
 
The impact of tephra on soil development of Icelandic Histosols south of Vatnajökull glacier
Theresa Bonatotzky
 
Volcanic Ash and Air Traffic - Improving resilience of the air industry to volcanic ash
Uta Reichardt, Guðmundur F. Úlfarsson, Guðrún Pétursdóttir 
 
Áhrif gjóskufalls á forsöguleg vistkerfi: Samhengi við nútíð og framtíð
Sigrún Dögg Eddudóttir, Egill Erlendsson, Guðrún Gísladóttir
 
Whole Genome Sequencing of Arctic Charr
Benjamín Sigurgeirsson
 
Beyond regression: estimating cannibalism using SEMs.
Oxana Storozhenko, Gunnar Stefánsson
 
Synthesis and Characterization of the [Mo2O2S2(S2CP(O)Ph2)2] Complex
Hafdís I. Ingvarsdóttir og Sigríður G. Suman
 
Supramolecular gels based on Aminoacids as crystallising medium for organic and inorganic compounds
Daníel Arnar Tómasson, Zala Kržišnik and Krishna K Damodaran
 
Structural property correlation of supramolecular gel based on copper(II) complexes of 4-pyridyl nicotinamide
Dipankar Ghosh, D. S. Yufit, J. W. Steed and Krishna K. Damodaran
 
How do your ears sound like?
Simone Spagnol, Rúnar Unnþórsson
 
Gene Expression in Endometrium
Benjamín Sigurgeirsson
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is