Háskóli Íslands

Kynnið ykkur nýjustu tækni og vísindi, laugardaginn 29. október, í Öskju, Sturlugötu 7 á milli kl. 12:00 og 16:00.

Fróðleikur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Um Vísindadaginn

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir hinum árlega Vísindadegi laugardaginn 29. október 2016.

Dagskráin hefur verið fjölbreytt og breytist árlega, en meðal annars hefur verið boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði um nýjustu tækni og vísindi fyrir alla fjölskylduna.

  • Í fyrra sýndi Sprengjugengið efnafræðitilraunir og Vísindasmiðjan eðlisfræðitilraunir
  • Lið Team Spark var á staðnum með rafknúinn kappakstursbíl
  • Við fórum í ferðalag um undir sólkerfisins í Stjörnutjaldinu með Sólmyrkva Sævari.
  • Við skoðuðum dularfullu dýrarannsóknarstofuna í tilefni Hrekkjavöku.
  • Fremstu vísindamenn landsins fóru meðal annars yfir:
  • Efnafræði alheimsins, ljós og líf, DNA, nýjan jáeindaskanna Landspítalans, hvali og fugla, ofurtölvur, eldfjöll og jökla, Einstein og Holuhraun svo fátt eitt sé nefnt.

Aldrei er að vita nema nokkur þeirra sýni sig aftur á þessu ári auk annarra gesta.
Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

 

 

Rannsóknir á Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is