Háskóli Íslands

Um Vísindadaginn

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir hinum árlega Vísindadegi laugardaginn 29. október 2016 kl. 12-16.30

Dagskráin hefur verið fjölbreytt og breytist árlega, en meðal annars hefur verið boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði um nýjustu tækni og vísindi fyrir alla fjölskylduna.

Kosningar um það hver verði framtíðarorkugjafi Íslands og hvaða eldfjall gýs næst á Íslandi, dularfull dýrarannsóknastofa, eldfjallaherbergi, ferðalag um sólkerfið og rafknúinn kappakstursbíll er meðal þess sem boðið verður upp á á Vísindadeginum í ár. Þar verður einnig boðið upp á stuttar og fróðlegar kynningar á  fjölbreyttum rannsóknarverkefnum innan sviðsins.

Vísindadagurinn, sem nú er haldinn í þriðja sinn, er ætlaður allri fjölskyldunni og markmið hans er að kynna undur verkfræði og raun- og náttúruvísinda fyrir ungum sem öldnum. Kynningar verða bæði á íslensku og ensku enda hefur sviðið á að skipa fjölþjóðlegum hópi starfsmanna og nemenda.

Dagskrá Vísindadagsins 2016 má finna hér

Frekari upplýsingar má finna á Facebook-síðu viðburðarins

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is